Nýr Dani í Stjörnuna

Martin Rauschenberg í landsliðsbúningi Dana.
Martin Rauschenberg í landsliðsbúningi Dana. Ljósmynd/dbu.dk

Stjörnumenn hafa fengið danska knattspyrnumanninn Martin Rauschenberg lánaðan frá Esbjerg í Danmörku fyrir næsta keppnistímabil. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Rauschenberg var  til reynslu hjá Garðabæjarliðinu í desember og þótti öflugur í stöðu miðvarðar. Hann á að koma í staðinn fyrir Alexander Scholz, landa sinn, sem Stjarnan seldi í vetur til Lokeren í Belgíu.

Rauschenberg er 21 árs gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Dana frá  U16 til U20 ára, samtals 21 landsleik.

Þá er norski bakvörðurinn Robert Sandnes til reynslu hjá Stjörnunni en hann lék með Selfyssingum síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert