Selfyssingar fá liðsauka

Andrea Ýr Gústavsdóttir í leik með ÍBV gegn Selfossi í …
Andrea Ýr Gústavsdóttir í leik með ÍBV gegn Selfossi í fyrra. Ljósmynd/sunnlenska.is

Úrvalsdeildarlið Selfoss í knattspyrnu kvenna hefur fengið liðsauka fyrir sumarið því Andrea Ýr Gústavsdóttir, sem lék með ÍBV í fyrra, er komin til liðs við félagið. Frá þessu er greint á vef Sunnlenska.

Andrea er uppalin í Val en lék einnig með Aftureldingu og Breiðabliki í efstu deild áður en hún gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil. Hún er 21 árs og á að baki 56 leiki í efstu deild, og þá hefur hún spilað 27 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þá er staðfest að bandaríski leikmaðurinn Valorie O'Brien spili áfram með Selfyssingum en hún var í stóru hlutverki hjá liðinu í fyrra þegar það kom mjög á óvart og hélt sæti sínu í deildinni, þar sem það lék í fyrsta skipti. O'Brien var þar önnur af tveimur markahæstu leikmönnum liðsins með 7 mörk í 18 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert