Baldur samur við sig

Baldur Sigurðsson í baráttu við FH-inginn Dominic Furness í leiknum …
Baldur Sigurðsson í baráttu við FH-inginn Dominic Furness í leiknum í Kaplakrika í gær. mbl.is/Ómar

Eftir þó nokkrar ófarir í leikjum sínum gegn FH frá síðustu aldamótum hafa KR-ingar heldur betur snúið blaðinu við. Þeir lögðu Hafnfirðingana tvívegis í úrvalsdeildinni í fyrra, þar sem Baldur Sigurðsson skoraði í báðum leikjum, og hann skoraði fyrsta markið og krækti í vítaspyrnu á fyrstu 12 mínútunum í stórmeistaraslagnum í Kaplakrika í gærkvöld.

Í leiðinni náði hann í rautt spjald á Róbert Örn Óskarsson, markvörð FH. KR-ingar voru manni fleiri í 80 mínútur og nýttu sér það þegar upp var staðið, unnu 4:2 og eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar en FH seig niður í þriðja sætið.

Þriðji sigur KR á FH í röð í deildinni en þetta var fyrsta tap FH-inga í 12 deildaleikjum – síðan þeir biðu lægri hlut fyrir KR 23. ágúst í fyrra.

Rauða spjaldið á Róbert var þó umdeilanlegt. Hann braut á Baldri, engin spurning, en Mývetningurinn var á leið frá markinu og ekki sjálfgefið að hann hefði náð skoti á markið þótt hann hefði farið óáreittur framhjá markverðinum. Dómurinn var strangur hjá Magnúsi Þórissyni og þung refsing fyrir FH-inga að vera manni færri í allan þennan tíma.

Sjá ítarlega umfjöllun um leiki gærkvöldsins í Pepsi-deild karla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert