Allir vilja mæta Íslandi

Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð.
Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð. mbl.is/Eva Björk

Portúgalar vilja helst mæta Íslendingum í umspilinu um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu.

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgala, sagði við íþróttadagblaðið O Jogo í gær að Ísland væri án efa besti kosturinn. Portúgalar geta dregist gegn Íslandi, Rúmeníu, Svíþjóð eða Frakklandi en dregið verður á mánudaginn.

Jorge Jesus, þjálfari Benfica, tók í sama streng við blaðið í gær og tók undir það að best væri að dragast gegn Íslendingum. „Ég veit að Bento vill fá Ísland, sem væri tilvalið, en ég held að við eigum þó góða möguleika, sama gegn hverjum við drögumst,“ sagði Jesus.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert