Þjóðarleikvangurinn lítur afar illa út

Laugardalvöllurinn í dag.
Laugardalvöllurinn í dag. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Samtök Íþrótta- og golfvallastarfsmanna, SÍGÍ, boðuðu fréttamenn til fundar í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í gær þar sem greint var frá ástandi knattspyrnuvalla nú þegar 10 dagar eru þar til flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla.

Ástand vallanna er verst á höfuðborgarsvæðinu og þjóðarleikvangurinn, Laugardalsvöllur, er sýnu verstur. Þar leika Framarar heimaleiki sína en þeir hafa óskað eftir því við mótanefnd KSÍ að fá að spila fyrstu heimaleikina á gervigrasinu í Laugardal.

„Það hafa nokkur félög óskað eftir breytingum vegna vallaraðstæðna og við munum skoða það með opnum huga. Það er alveg ljóst að taka þarf tillit til ástandsins á völlunum og það verða veittar undarþágur. Við munum líta framhjá ákveðnum reglum,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í umfjöllun um mál þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert