Óskar tryggði KR sigur á Blikum

KR-ingar fagna marki Hauks Heiðars Haukssonar á fyrstu mínútu leiksins …
KR-ingar fagna marki Hauks Heiðars Haukssonar á fyrstu mínútu leiksins í kvöld. mbl.is/Eggert

KR vann í kvöld 2:1-sigur á Breiðabliki í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Þetta var fyrsti heimaleikur Blika en leikið var á Samsung-vellinum í Garðabæ vegna vallaraðstæðna í Kópavogi.

Íslandsmeistararnir fengu algjöra draumaybyrjun þegar Haukur Heiðar Hauksson skoraði eftir tæplega mínútu leik. Gary Martin stakk boltanum inn á Atla Sigurjónsson sem sendi þvert inn í teiginn frá vinstri á Hauk sem skoraði með viðstöðulausu skoti.

Atli fór meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik og hvort sem það hafði áhrif eða ekki komust Blikar betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin á 38. mínútu.

KR komst yfir á nýjan leik á 57. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson þrumaði boltanum í netið eftir góða tilburði. KR hafði góð tök á leiknum nánast allan seinni hálfleikinn en á lokamínútunum fjölguðu Blikar í sókninni og náðu að skapa sér dauðafæri rétt fyrir leikslok en Elfar Freyr Helgason skaut þá framhjá úr teignum.

KR-ingar eru því komnir með sín fyrstu þrjú stig, eftir tap gegn Val í 1. umferð, en Blikar eru með 1 stig eftir að hafa mætt KR og FH.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Ennfremur er hægt að fylgjast með öllu sem gerst hefur og gerist í deildinni í dag og kvöld á þessari slóð: PEPSI-DEILDIN Í BEINNI.

Breiðablik 1:2 KR opna loka
90. mín. Baldur kom boltanum í burtu en Blikar pressa stíft þessa stundina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert