Sænskur bakvörður er í sigtinu hjá Valsmönnum

Magnús Gylfason þjálfari Vals.
Magnús Gylfason þjálfari Vals. mbl.is/Eggert

„Þetta er hörkustrákur sem er búinn að spila bæði í skosku og sænsku úrvalsdeildinni og ætti að koma með aukna reynslu inn í hópinn,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna í Pepsi-deild karla, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hlíðarendaliðið hefur verið með sænskan bakvörð á reynslu síðustu daga sem er hugsaður sem eftirmaður Englendingsins James Hurst sem yfirgaf deildina á dögunum.

Magnús segir Valsmenn hafa strax farið að líta í kringum sig eftir að samningi Hurst var rift og leikmaðurinn sem um ræðir heitir Billy Velo Berntsson, þrítugur Svíi sem er uppalinn hjá Malmö í heimalandinu.

Nánar er rætt við Magnús Gylfason þjálfara Vals um Billy Velo Berntsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert