KR frestaði Þjóðhátíð

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jökull Elísabetarson verjast gegn Almarri Ormarssyni.
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jökull Elísabetarson verjast gegn Almarri Ormarssyni. mbl.is/Sigfús Gunnar

KR er komið í úrslit Borgunarbikarsins eftir stórsigur á ÍBV í Eyjum í gær, 5:2. Sigur KR-inga var verðskuldaður eins og lokatölurnar gefa til kynna enda komust KR-ingar fjórum mörkum yfir áður en Eyjamenn minnkuðu muninn. Eyjamenn voru samt sterkari í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin. KR-ingar frestuðu þar með Þjóðhátíðinni um einn dag. Hún hefst nú eins og vanalega á föstudegi en ekki með sigri í bikarleik á fimmtudegi eins og Eyjamenn vonuðust til. Og það sem verra er, Eyjamenn eiga nú enga von um að ná Evrópusæti, sem var markmið liðsins fyrir sumarið.

Það var augljóst að mikið var undir í leiknum í gær enda voru áhorfendur farnir að tínast á völlinn 40 mínútum fyrir leik, eitthvað sem ekki hefur gerst áður í Eyjum í sumar.

Sjá grein Júlíusar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert