Umdeild aðför Vals

Víkingur og Valur gerðu jafntefli í gærkvöld og þar með …
Víkingur og Valur gerðu jafntefli í gærkvöld og þar með eru vonir Valsmanna um Evrópusætið nánast úr sögunni. mbl.is/Kristinn

Það var ljótt að fylgjast með tilburðum Valsmanna þegar þeir sóttu Víkinga heim í 19. umferð Pepsídeildar karla í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttu Vals að ná Evrópusætinu af heimamönnum og það má segja að þeir hafi svifist einskis í þeirri aðför sinni, en eitt stig dugar skammt eftir 1:1-jafntefli.

Víkingurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og upplegg Valsmanna virtist greinilega vera að stoppa hann með öllum tiltækum ráðum, sem endaði með því að Aron var fluttur á sjúkrahús í hálfleik. Þrátt fyrir að Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna, hafi þvertekið fyrir að hafa ætlað að taka Aron sérstaklega fyrir þegar fjölmiðlar gengu á hann eftir leikinn gefur blaðamaður lítið fyrir það, enda svo greinilegt hvað var að eiga sér stað.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um alla leiki gærdagsins í Pepsi-deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert