Jóhann, Ögmundur og Hörður í hópinn

Ísland sigraði Holland 2:0 í síðasta leik sínum í keppninni.
Ísland sigraði Holland 2:0 í síðasta leik sínum í keppninni. mbl.is/Ómar

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í knattspyrnu, tilkynntu rétt í þessu leikmannahópinn fyrir landsleikina tvo í næstu viku, vináttuleikinn við Belga á miðvikudagskvöldið og leikinn við Tékka í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram sunnudagskvöldið 16. nóvember.

Jóhann Berg Guðmundsson er með á ný en hann missti af leikjunum við Holland og Lettland vegna meiðsla. Hann var þó í 23ja manna hópnum sem var valinn fyrir þá leiki. Ögmundur Kristinsson kemur í staðinn fyrir Gunnleif Gunnleifsson og Hörður Björgvin Magnússon kemur í staðinn fyrir Þórarin Inga Valdimarsson.

Hópinn skipa eftirtaldir 23 leikmenn:

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
Ögmundur Kristinsson, Randers
Ingvar Jónsson, Stjörnunni

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
Kári Árnason, Rotherham
Sölvi Geir Ottesen, Ural
Ari Freyr Skúlason, OB
Theódór Elmar Bjarnason, Randers
Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE
Hörður Björgvin Magnússon, Cesena

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Emil Hallfreðsson, Hellas  Verona
Birkir Bjarnason, Pescara
Helgi Valur Daníelsson, AGF
Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton
Rúrik Gíslason, FC Köbenhavn
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Ólafur Ingi Skúlason, Zulte-Waregem

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Real Sociedad
Jón Daði Böðvarsson, Viking Stavanger
Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert