Fannar fer til reynslu hjá Hannesi

Fannar Hafsteinsson í leik með U-17 ára liði Íslands.
Fannar Hafsteinsson í leik með U-17 ára liði Íslands. Skapti Hallgrímsson

Fannar Hafsteinsson, markvörður KA í knattspyrnu, er á leið til Sandnes Ulf og mun dvelja þar við æfingar í vikutíma. Hann verður því ekki til taks með KA-mönnum í undanúrslitaleik Lengjubikarsins á sunnudag þegar liðið mætir ÍA. 

Fannar er á tuttugasta aldursári og á að baki sjö leiki í 1. deildinni með KA-mönnum síðustu þrjú ár, en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum á síðasta ári. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Sandnes Ulf féll úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á síðasta tímabili, en með liðinu leikur sem kunnugt er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert