Bera virðingu fyrir hvort öðru

Atli Viðar Björnsson sækir að Daníel Laxdal.
Atli Viðar Björnsson sækir að Daníel Laxdal. mbl.is/Ómar

„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að það var gott að ná jafntefli á móti. Þeir settu smá pressu á okkur undir lokin en heilt yfir held ég að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar eftir leikinn við FH í kvöld.

„Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða sem bera mikla virðingu fyrir hvort öðru og þetta er alltaf mjög skemmtilegir leikir. FH-ingarnir voru meira með boltann en mér fannst þeir ekkert vera að skapa sér neitt sérlega mikið. Við verðum samt að koma okkur út úr þessum jafnteflispakka,“ sagi Daníel en þetta var þriðja jafntefli Stjörnumanna í röð í deildinni.

Stjörnumennn hafa nú spilað 27 leiki í röð án taps í deildinni sem verður að teljast magnaður árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert