Óttast var að Haraldur hefði brotnað

Haraldur Freyr Guðmundsson í baráttu við FH-inginn Steven Lennon.
Haraldur Freyr Guðmundsson í baráttu við FH-inginn Steven Lennon. mbl.is/Golli

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var tekinn út úr leikmannahópi liðsins á síðustu stundu fyrir leikinn gegn KR í Pepsi-deildinni á sunnudag. Haraldur meiddist á móti Fylki í fimmtu umferð, fór þar af velli þegar skammt var eftir og var talinn hafa náð sér góðum af þeim meiðslum áður en bakslag gerði vart við sig.

„Við héldum fyrst að ég væri jafnvel brotinn, en svo var ekki heldur var þetta eitthvað vöðvatengt. Það varð svo betra og betra áður en þetta bakslag kom. Við ætluðum að láta á það reyna í upphitun en þar sem mótið er enn stutt á veg komið var skynsamlegt að taka ekki sénsinn á því að spila leikinn,“ sagði Haraldur við Morgunblaðið í gær.

Hann mátti því horfa upp á sína menn tapa 4:0 fyrir KR og leitar liðið enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. Keflavík fær þó tækifæri til hefnda gegn KR á morgun þegar liðin mætast á ný, nú í 32ja liða úrslitum bikarsins, en þau spiluðu einmitt til úrslita í fyrra þar sem KR hafði betur. Haraldur reiknar ekki með að vera klár á morgun en vonast til að ná næsta deildarleik, gegn ÍBV á sunnudaginn. „Við setjum stefnuna á það, ég held að miðvikudagurinn komi of fljótt.“ yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert