Blikar skoruðu fjögur gegn Víkingum

Breiðablik og Víkingur R. áttust við í 8. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli kl. 19.15. Breiðablik sigraði 4:1 og hafði yfir 2:0 að loknum fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en Víkingur með 6 stig, tveimur stigum frá botnsætinu. Blikar eru eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað leik í deildinni á tímabilinu.

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var ekki á hliðarlínunni í síðari hálfleiks. Orðrómur er um að Garðar Örn hafi gefið honum rautt spjald í hálfleik en ekkert er staðfest ennþá í þeim efnum.

Bakvörðurinn Kristinn Jónsson skoraði bæði mörk Blika í fyrri hálfleik. Hið fyrra eftir góða stungusendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni og hið síðara eftir skot frá Ellerti Hreinssyni. Víkingar voru kraftmiklir í upphafi síðari hálfleiks. Þá skoraði Rolf Toft gott mark eftir einstaklingsframtak og nokkur skotfæri fylgdu í kjölfarið. 

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði hins vegar laglegt mark með skoti rétt utan teigs á 57. mínútu. Markið var reiðarslag fyrir Víkinga sem voru orðnir líklegir til að jafna. Á síðasta hálftímanum voru Blikar líklegri til að bæta við mark og Ellert gerði það á lokakaflanum. Komst þá einn gegn Nielsen, lék á hann og skoraði. 

Breiðablik 4:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot í stöng Góð aukaspyrna af 25 metra færi. Nielsen varði boltann í stöngina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert