Stjarnan valtaði yfir Þór/KA

Stjarnan sigraði Þór/KA, 5:1, á heimavelli í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum lyftir Stjarnan sér upp í 2. sæti deildarinnar en Þór/KA dettur niður í 4. sæti og er áfram með 11 stig en þetta var fyrsta tap þeirra í sumar.

Leikurinn var frábær skemmtun í fyrri hálfleik. Heimastúlkur komust yfir á 14. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk sendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur og rúllaði boltanum í netið. Á 19. mínútu bætti Stjarnan við marki þegar Anna Björk Björnsdóttir skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu og Íslandsmeistararnir með yfirburði. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Þór/KA sinni fyrstu sókn og Sarah Miller stangaði boltann í fallegum boga í markið eftir sending frá Kaylu Grimsley. Staðan í hálfleik 2:1 í bráðfjörugum leik.

Í síðari hálfleik róaðist leikurinn töluvert. Stjarnan bætti við marki á 67. mínútu þegar Sigrún Ella Einarsdóttir reyndi sendingu fyrir markið sem varnarmaður Þórs/KA ætlaði að koma í burtu en mistókst það og setti boltann í staðinn í eigið net. Korteri fyrir leikslok skoraði Harpa Þorsteinsdóttir fjórða mark Stjörnunnar þegar eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttur. Garðbæingum héldu engin bönd í síðari hluta síðari hálfleiks og Írunn skoraði annað mark sitt og fimmta mark Stjörnunnar á 82. mínútu.

Öruggur sigur Stjörnunnar sem tyllir sér þar með í annað sæti deildarinnar í bili en Þór/KA átti slæman dag og tapaði sínum fyrsta leik í sumar.

Stjarnan 5:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Björk Gunnarsdóttir (Stjarnan) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert