Langþráður sigur Stjörnunnar

Oddur Ingi Guðmundsson og Þorri Geir Rúnarsson í baráttunni í …
Oddur Ingi Guðmundsson og Þorri Geir Rúnarsson í baráttunni í Lautinni í kvöld. Styrmir Kári

Fylkir og Stjarnan mættust í 8. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Fylkisvelli klukkan 19.15. Stjarnan hafði betur 2:0 eftir að hafa verið 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar frá því í 2. umferð eða 20. maí. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stjarnan er þá með 12 stig eftir 8 umferðir en Fylkir er með 9 stig. 

Smelltu á ÍSLENSKA BOLTANN Í BEINNI til þess að fylgjast með öllu sem gerist í leikjum kvöldsins.

Leikurinn var í daufari kantinum og sérstaklega var dauft yfir mönnum í fyrri hálfleik. Þá komst Stjarnan yfir skömmu fyrir leikhlé þegar Jón Arnar Barðdal skoraði eftir mistök hjá Fylkismönnunum Oddi Inga og Bjarna Þórði.

Leikurinn var aðeins fjörugri í síðari hálfleik en þá gerði varamaðurinn Halldór Orri Björnsson út um leikinn á 72. mínútu með marki eftir skyndisókn.

Á lokakaflanum reyndu Árbæingar hvað þeir gátu en virtust aldrei líklegir til þess að skora tvö mörk og jafna leikinn.  

Hinn tvítugi varamarkvörður Stjörnunnar, Sveinn Sigurður Jóhannesson, tók stöðu Gunnars Nielsens sem er enn í Færeyjum eftir landsliðsverkefni. Sveinn hélt markinu hreinu og var mjög öruggur í sínum aðgerðum. 

Fylkir 0:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu Frá hægri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert