Víkingur Ó. sigraði í uppbótartíma

Víkingur Ólafsvík gegn HK
Víkingur Ólafsvík gegn HK mbl.is/Eggert

Víkingur Ó. vann 2:1 sigur í blálokin á Þór í 1. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli í dag. Með sigrinum komst Víkingur upp fyrir Þór og Fjarðabyggð og stal 2. sætinu.

Þór var betri aðilinn framan af en það var Víkingur Ó. sem komst í forystu með vítaspyrnu Dominguez í lok fyrri hálfleiks. 

Skiptingar skiptu sköpum fyrir bæði lið í seinni hálfleik. Kristinn Þór Björnsson jafnaði metin fyrir Þór á 78. mínútu úr föstu leikatriði. Síðan skoraði varamaður Víkings Ó., Alfreð Már Hjaltalín, sigurmarkið með síðustu snertingu leiksins á 95. mínútu. 

Fylgst var með gangi mála á mbl.is

95. MARK! Víkingur Ó. 2:1 Þór Dramatík á lokasekúndunum. Heimamenn hafa verið í þungri sókn og varamaðurinn Alfreð Már Hjaltalín tryggði Víking stigin þrjú.

84. Síðasta skipting Þórs.  Kristinn Þór Rósbergsson kemur inn fyrir Gunnar Örvar Stefánsson.

83. Síðasta skipting Víkings Ó. Kristinn Magnús Pétursson fyrir William Dominguez.

78. MARK! Víkingur Ó. 1:1 Þór Kristinn Þór Björnsson varamaður skorar úr föstu leikatriði.

74. Þór gerir skiptingu. Guðmundur Óli Steingrímsson kemur inn fyrir Halldór Orra Hjaltason.

71. Brynjari Kristmundssyni er skipt inn fyrir Kenan Tudurija hjá Víking.

67. Fyrsta skipting Þórsara. Jónas Björgvin Sigurbergsson fer af velli fyrir Kristinn Þór Björnsson.

62. Víkingur Ó. gerir fyrstu skiptingu leiksins. Alfreð Már Hjaltalín kemur inn fyrir Ingólf Sigurðsson.

46. Flautað er til síðari hálfleiks.

Hálfleikur

45. Gul spjöld Tveir Þórsarar fá gult. Gísli Páll Helgason fær spjald fyrir peysutog og Reynir Már Sveinsson fær gult spjald fyrir þras eftir mark Víkinga.

45. MARK! Víkingur Ó. 1:0 Þór William Dominguez skorar úr vítaspyrnu gegn gangi leiks.

45. Víkingur Ó. fær vítaspyrnu.

30. Þórsarar hafa verið betri en lítið er um færi.

21. Gult spjald Kenan Turudija hjá Víkingi fær gult spjald fyrir seina tæklingu.

1. Flautað er til leiks og heimamenn byrja með boltann. Leikurinn er einnig í lýsingu á fótbolti.net og úrslit.net og við styðjumst við upplýsingar þaðan.

Byrjunarlið Víkings Ó: Christian Martinez (M), Guðmundur Reynir Gunnarsson (F), Egill Jónsson, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Ingólfur Sigurðsson, Emil Dokara, Arnar Sveinn Geirsson, Admir Kubat, Kenan Tudurija, William Dominguez

Byrjunarlið Þórs: Sandor Matus (M), Gísli Páll Helgason, Balász Tóth, Ármann Pétur Ævarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson (F), Ingi Freyr Hilmarsson, Halldór Orri Hjaltason, Reynir Már Sveinsson, Gunnar Örvar Stefánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert