Sjö leikmenn í bann

Guðjón Pétur Lýðsson missir af næsta leik Breiðabliks.
Guðjón Pétur Lýðsson missir af næsta leik Breiðabliks. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sex leikmenn úr Pepsi-deild karla voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda í deildinni á þessu tímabili, og einn vegna rauðs spjalds, og þeir munu allir taka bannið út í 11. umferð deildarinnar.

Eyjamenn missa tvo leikmenn í bann því Hafsteinn Briem og Mees Siers eru komnir með fjögur gul spjöld og verða ekki með gegn ÍA á  Akranesi 12. júlí.

Guðjón Pétur Lýðsson missir af leik Breiðabliks gegn Fjölni 13. júlí.

Ólafur Páll Snorrason úr Fjölni missir einnig af þeim leik.

Pétur Viðarsson missir af leik FH gegn Fylki 12. júlí.

Igor Taskovic missir af leik Víkings gegn KR 12. júlí.

Eyjólfur Tómasson missir af leik Leiknis  gegn Keflavík 13. júlí en hann fékk rautt spjald í leiknum við KR á dögunum.

Þá voru þrír leikmenn úr 1. deild karla úrskurðaðir í bann. Tveir þeirra eru úr HK, Ágúst Freyr Hallsson og Leifur Andri Leifsson, og svo Alexander Freyr Sindrason úr Haukum. Þeir mega þó spila næsta leik sinna liða á fimmtudagskvöldið því leikbönn vegna gulra spjalda taka gildi á hádegi á föstudegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert