Toppum á réttum tíma

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Ljósmynd/Kristján Bernburg

„Það hefur orðið mesta starfið okkar að svara þessum spurningum hvað gerðist á Íslandi og hvað við erum að gera. Við getum náttúrlega engu svarað enda vitum við ekkert hvað við erum að gera,“ sagði Heimir Hallgrímsson og hló dátt í samtali við Morgunblaðið, en hann var hinn hressasti eftir að það var formlega ljóst að Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla síðar í mánuðinum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018.

Nýr heimslisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var gefinn út í gær og þar er Ísland í 23. sæti. Ísland er jafnframt sextánda besta þjóð Evrópu samkvæmt listanum og hefur aldrei verið ofar í karlaflokki. Til að bæta enn einni fjöður í hattinn þá er Ísland nú efst Norðurlandaþjóða á listanum og fer uppfyrir Dani, sem þó hækkuðu sig um fimm sæti, en þeir eru í 24. sæti listans.

„Þetta hefur vakið mikla eftirtekt annars staðar og það er eðlilegt að við gleðjumst yfir því hvað gengur vel. Nú er í raun eini tíminn sem þessi listi skiptir máli, þá er frábært að vera ofar en Ísland hefur áður komist og þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi. Við erum að toppa á réttum tíma og svo skiptir þessi listi nánast engu máli næstu tvö árin,“ sagði Heimir og hefur lög að mæla.

Nánar er rætt við Heimi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert