„Fyrst og fremst gott lið“

KR-ingar eru komnir í sinn fimmta úrslitaleik á síðustu sex …
KR-ingar eru komnir í sinn fimmta úrslitaleik á síðustu sex árum.

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR-inga, hefur verið lykilmaður í liði KR-inga undanfarin ár og gekk í raðir félagsins árið 2006. Tveimur árum seinna hófst ótrúleg hrina KR-inga í bikarkeppninni.

Frá árinu 2008 hefur KR orðið bikarmeistari árin 2008, 2011, 2012, 2014 og eru nú komnir í úrslit. Þess á milli komst liðið í undanúrslit árin 2009 og 2013 og í úrslitaleikinn 2010. Óskar Örn hefur öll þessi ár tekið þátt í bikarævintýrum KR-inga.

Hann var í byrjunarliði þegar KR varð meistari árin 2012 og 2014, varamaður árið 2008 og byrjaði í tapinu gegn FH árið 2010. Skýringuna á þessum frábæra árangri Vesturbæjarliðsins segir Óskar vera fyrst og fremst þá að KR-ingar hafa alltaf gott lið.

Sjá viðtal við Óskar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert