Glenn klúðraði víti í uppbótartíma

Höskuldur Gunnlaugsson sækir að Eyjólfi Tómassyni sem hefur handsamað boltann.
Höskuldur Gunnlaugsson sækir að Eyjólfi Tómassyni sem hefur handsamað boltann. mbl.is/Þórður

Breiðablik og Leiknir skildu jöfn 0:0 í fjörugum leik. Jonathan Glenn klúðraði víti með síðustu spyrnu leiksins. Leiknismenn lokuðu vel á sóknarspil Blika í síðari hálfleik og vörðust allir sem einn. Við því áttu heimamenn enginn svör.

Atli Sigurjónsson eignaði sér sviðsljósið í fyrri hálfleik og bjó til hvert dauðafærið á fætur öðru. Atli var algjörlega magnaður í fyrri hálfleik og í sérklassa. Hann hinsvegar náði sér ekki á strik í þeim síðari og lenti á varnarmúr Leiknis.

Uppleggið hjá Leikni var að stoppa Kristinn Jónsson. Ólafur Hrannar hljóp og aðstoðaði Eirík Inga sem var í bakverðinum. Ólafur Hrannar gerði það alveg ofboðslega vel. Varnarlega var hann magnaður. Davíð og Freyr geta verið stoltir af því að stöðva Kristinn því það eru margir aðrir þjálfarar sem hafa reynt en ekki tekist.

Blikar sköpuðu sér mjög góð færi í fyrri hálfleiknum en nýttu þau ekki. Það átti eftir að reynast þeim dýrkeypt. Leiknismenn endurskipulögðu sig í hálfleiknum, fóru í plan B og vörðust. Gerðu það listavel. Þeir sem eru aðdáendur góðs varnarleiks ættu að reyna að kaupa þennan leik af stöð 2 sport. Þetta var nánast sýning.

Uppbótartíminn var fjórar mínútur og þegar 3:50 voru liðnar fengu Blikar aukaspyrnu. Togað var í treyju Glenn og Þorvaldur benti á punktinn. Ótrúlegt en satt. Leiknismenn voru æfir yfir dómnum en Þorvaldur sá þetta vel og það gerðu blaðamenn líka. Þetta var hárréttur dómur.

Jonathan Glenn fór á punktinn en skaut yfir markið. Eyjólfur sparkaði út og Þorvaldur flautaði leikinn af. Æsilegar lokasekúndur og tilfinningar út um allt.

Breiðablik er eftir leikinn með 36 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir FH, en Leiknir er enn í fallsæti með 15 stig, þremur frá öruggu sæti.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

Breiðablik 0:0 Leiknir R. opna loka
90. mín. Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert