Frábær stemning á Dam-torgi (myndskeið)

Íslendingar voru áberandi á Dam-torgi í miðborg Amsterdam í dag, þar sem stór hópur hitaði upp fyrir Evrópueikinn gegn Hollendingum á morgun. Mörg hundruð stuðningsmenn eru þegar komnir á staðinn og von er á miklum fjölda á morgun, en eitthvað á fjórða þúsund Íslendingar verða á meðal áhorfenda.

Forsöngvarinn, sem kallar sig Benna bongó, hélt uppi stuðinu og leiddi mannskapinn í söng um hina ýmsu leikmenn liðsins.

Á morgun á að mála Dam torgið blátt, að sögn forráðamanna Tólfunnar, stuðningsmannaklúbbs landsliðsins. Allt fór vel fram í dag og vakti framganga Íslendinganna töluverða athygli heimamanna sem margir kíktu í heimsókn en fleiri fylgdust með úr fjarska. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert