Pedersen bestur útlendinga

Patrick Pedersen og Böðvar Böðvarsson
Patrick Pedersen og Böðvar Böðvarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrick Pedersen, markakóngur úr Val, var besti erlendi leikmaðurinn í Pepsi-deild karla í fótbolta árið 2015, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Pedersen fékk 13 M í leikjunum 20 sem hann lék með Val í deildinni, jafnmörg mörkunum sem hann gerði fyrir Hlíðarendaliðið.

Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, kom næstur með 11 M í 20 leikjum með Stjörnunni.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er ítarleg umfjöllun um einkunnagjöf ársins. Þar er að finna lið ársins, úrvalslið erlendra leikmanna, úrvalslið yngri leikmanna, úrvalslið eldri leikmanna, dómara ársins, og fimm bestu leikmenn í hverju liði Pepsi-deildar karla.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert