Magnaður sigur í Úkraínu

Byrjunarlið Íslands í sigurleiknum á móti Frökkum.
Byrjunarlið Íslands í sigurleiknum á móti Frökkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

U21 ára landslið Íslands sigraði Úkraínu 1:0 er liðin mættust í undankeppni EM á Tcentralnyi Stadion í Cherkasy í dag en það var Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmark íslenska liðsins.

Íslenska liðið barðist hetjulega í dag og óhætt að segja að sigurinn hafi verið baráttusigur en úkraínska liðið var mun hættulegra í leiknum.

Deniz Bezborodko fékk bestu færi úkraínska liðsins en strax í byrjun leiks þurfti Frederik Schram að vera á tánum. Bezborodko komst þá í gegn hægra megin í teignum og lét vaða en boltinn fór rétt framhjá. 

Oliver Sigurjónsson fékk tvær hættulegar aukaspyrnur í fyrri hálfleik en báðar fóru þær rétt yfir markið. Elías Már Ómarsson átti þá gott skot sem markvörður úkraínska liðsins varði en það var þó Bezborodko sem átti hættulegasta færið í fyrri hálfleik.

Hann fékk þá boltann aftur hægra megin í teignum og lét vaða en boltinn fór í samskeytin. Staðan í hálfleik því markalaus.

Vladlen Yurchenko átti skot í stöng á 61. mínútu en hann skaut þá fyrir utan teig. Óhætt að segja að barátta og örlítil heppni hafi haldist í hendur í dag.

Tíu mínútum síðar komst íslenska liðið yfir með marki frá Árna Vilhjálmssyni. Hann var ný kominn inná sem varamaður og skoraði eftir sendingu frá Elíasi Má Ómarssyni. Skotið kom úr vítateigsboganum en úkraínski markvörðurinn varði boltann inn.

Úkraínska liðið sótti stíft undir lokin en vörn íslenska liðsins hélt vel og þá var Frederik öruggur á milli stanganna. Lokatölur því 1:0 Íslandi í vil en liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Úkraína er hins vegar án stiga eftir tvo leiki.

Úkraína-U21 0:1 Ísland U21 opna loka
90. mín. Leik lokið Ísland vinnur Úkraínu ytra með einu marki gegn engu. Mikilvægur sigur íslenska liðsins sem situr á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert