Vill að Víkingsliðin spili um nafnið

Víkingur frá Ólafsvík er kominn aftur í Pepsi-deild karla eftir að hafa þreytt frumraun sína þar fyrir þremur árum. Þá tókst Ólsurum ekki að halda sæti sínu þó þeir ættu möguleika á því fram í næstsíðustu umferð.

Ólafsvíkingar unnu yfirburðasigur í 1. deildinni í fyrra og settu stigamet og koma reynslunni ríkari til leiks í ár. Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn aftur á heimaslóðirnar frá KR en mbl.is brá sér til Ólafsvíkur og ræddi við hann um komandi tímabili.

Einnig var spjallað við grjótharðan stuðningsmann Víkings, Sigurð Scheving. Hann er bjartsýnn á að liðið haldi sér í deildinni og tók m.a. undir þá hugmynd að Víkingsliðin tvö sem mætast í deildinni í sumar myndu spila um nafnið!

Víkingur frá Ólafsvík með 1. deildarbikarinn ásamt fjölda stuðningsmanna sinna …
Víkingur frá Ólafsvík með 1. deildarbikarinn ásamt fjölda stuðningsmanna sinna eftir lokaleikinn síðasta haust. Ljósmynd/Alfons Finnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert