Vinnum FH og endum í fjórða sæti

Þróttur úr Reykjavík er nýliði í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Þróttarar höfnuðu í öðru sæti 1. deildar í fyrra og leika í efstu deild í fyrsta skipti frá árinu 2009.

Mbl.is ræddi við fyrirliðann og reyndasta leikmann liðsins, Hall Hallsson, sem hefur spilað með meistaraflokki Þróttar samfleytt frá 1999 og er því að hefja sitt átjánda tímabil með liðinu. 

Einnig hittum við Halldór Gylfason, harðan stuðningsmann Þróttar og einn hinna kunnu Köttara sem fylgja liðinu í gegnum súrt og sætt. Hann er bjartsýnn á mjög gott gengi Þróttar, telur að liðið muni sigra Íslandsmeistara FH 2:0 í fyrsta leiknum á sunnudaginn og enda í fjórða sæti þegar upp er staðið.

Sjá spjallið við Hall og Halldór um Þrótt og það sem framundan er í sumar í meðfylgjandi myndskeiði.

Þróttarar fagna sæti í efstu deild.
Þróttarar fagna sæti í efstu deild. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert