Varamaðurinn tryggði toppsætið

Íslandsmeistarar FH og Stjörnunnar gerðu 1:1 jafntefli í toppslag Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu en liðin áttust við á grasteppinu í Garðabæ í kvöld í hörkuleik þar sem gæða leikmenn í báðum liðu sýndu góða takta í hörkuleik.

Það var Emil Pálsson sem kom FH-ingum yfir á 39. mínútu en varamaðurinn Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnumenn á 85. mínútu leiksins og þar við sat. FH-ingar voru heilt yfir sterkari aðilinn en Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og enduðu hann líka betur en grannar þeirra.

Ekki var mikið um góð færi en Gunnar Nielsen markvörður FH-inga, og fyrrum leikmaður Stjörnunnar, þurfti þó að taka tvisvar á sínum stóra sínum þegar hann varði frá Jeppe Hansen og sérstaklega í síðara skipti þegar hann varði kollspyrnu Danans á glæsilegan hátt

Stjörnumenn eru þar með einir í toppsæti deildarinnar en þeir eru með 11 stig en FH og nýliðar Víkings Ólafsvíkur fylgja fast á eftir með 10 stig.

Viðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld og nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu á morgun

Stjarnan 1:1 FH opna loka
90. mín. Stjarnan fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert