Jafntefli í toppslagnum

Fjolla Shala og Laufey Björnsdóttir eigast við í leiknum í …
Fjolla Shala og Laufey Björnsdóttir eigast við í leiknum í kvöld og Mist Edvardsdóttir fylgist með. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik og Valur gerðu jafntefli þegar liðin mætt­ust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu í kvöld. Úrslitin leiða til þess að Breiðablik nær ekki að komast í efsta sæti en er einu stigi á eftir Stjörnunni sem er með 22 stig. Valur veikir titilbaráttu sína og er núna 4 stigum á eftir Stjörnunni með 18 stig. 

Fyrsta mark leiksins skoraði Fanndís Friðriksdóttir á 18. mínútu. Bakvörður Vals missteig sig klaufalega inni í teignum og Fanndís stal boltanum. Hún kom boltanum á hægri fót og og skaut honum snyrtilega fram hjá markverðinum.  

Það stefndi í sigur Breiðabliks en á 81. mínútu skaut Margrét Lára þrususkoti af löngu færi og markvörðurinn átti ekki séns. Sannarlega glæsilegt mark. 

Breiðablik átti fleiri færi í leiknum og hefði getað tryggt sér sigurinn með því að nýta þau betur. 

Breiðablik 1:1 Valur opna loka
90. mín. 2 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert