Hef aldrei séð svona karakterleysi

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var alls ekki boðlegt. Ég er fyrst og fremst óánægður með að við erum ekki að sýna okkar rétta andlit. Þessi 3–4 ár sem ég hef verið viðloðandi meistaraflokk hef ég aldrei séð svona karakterleysi eins og í kvöld. Það er ég ósáttastur við,“ sagði niðurdreginn þjálfari Víkings, Milos Milojevic, eftir að hans menn voru niðurlægðir 7:0 af Valsmönnum þegar liðin mættust í 15 umferð Pepsi-deildar karla.

„Það koma stundum svona dagar, þegar allt gengur upp hjá andstæðingnum en ekkert hjá þér. Við vorum bara með allt of marga menn sem voru ekki tilbúnir í þennan leik. Það er ekki hægt að tala um að menn séu ekki andlega klárir þegar 2/3  af mótinu er búið en ég kenni mér sjálfum um.“

„Ég valdi þessa 11 leikmenn sem byrjuðu leikinn og líka þessar þrjár skiptingar. Ég hlýt að hafa gert eitthvað vitlaust. Taktískt stóðum við kannski rétt en vorum allt of langt frá þeim, unnum enga bolta, vorum slakari einn á móti einum og þannig má lengi telja,“ sagði Milos að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert