Ragnar að semja við Fulham

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er að ganga í raðir enska B-deildarliðsins Fulham og mun samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is skrifa undir samning við Lundúnaliðið síðar í dag.

Ragnar, sem er 30 ára gamall, hefur leikið með rússneska úrvalsdeildarliðinu Krasnodar frá árinu 2014 þar sem hann hefur átt mjög góðu gengi að fagna. Hann á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en í kjölfar frábærar frammistöðu hans með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafa mörg félög sýnt áhuga á að fá miðvörðinn sterka í sínar raðir.

Ragnar, sem hefur spilað 61 leik með íslenska landsliðinu, mun samkvæmt heimildum mbl.is skrifa undir tveggja ára samning við Fulham sem er í 5. sæti ensku B-deildarinnar með 8 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert