Bogalistin brást ekki í fjórtán ár

Gylfi skýtur í þverslána á marki Finna í gærkvöldi.
Gylfi skýtur í þverslána á marki Finna í gærkvöldi. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu í fyrsta skipti fyrir íslenska A-landsliðið gegn Finnlandi í gærkvöldi en hann tók fyrst víti fyrir landsliðið árið 2011. 
Gylfi hafði verið öruggur á vítapunktinum þar til í gærkvöldi þegar hann skaut í þverslána en um var að ræða sjöunda spyrnuna sem hann tekur í A-landsleik. Skoraði hann úr fyrstu sex spyrnunum. 
Ef rennt er í fljótheitum í gegnum A-landsleikina undanfarin ár þá virðist þurfa að fara allt aftur til ársins 2002 til að finna dæmi um að vítaspyrna hafi farið forgörðum hjá íslenska karlalandsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen brenndi þá af vítaspyrnu í leik gegn Litháen í undankeppni EM 2004. Sjálfsagt muna margir eftir því atviki þar sem Eiður hafði þegar skorað tvö mörk í 3:0 sigurleik og gat því náð þrennunni en skaut yfir markið. 
Frá því Gylfi fór fyrsta á vítapunktinn í 5:3 tapi gegn Portúgal í undankeppni EM 2012 þá hafa eftirtaldir tekið vítaspyrnur fyrir Ísland:
</p>
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Portúgal árið 2011 - mark
Alfreð Finnbogason gegn Slóveníu árið 2013 - mark
Kolbeinn Sigþórsson gegn Eistlandi árið 2014 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Hollandi árið 2014 - mark
Hólmbert Friðjónsson gegn Kanada árið 2015 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Hollandi árið 2015 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Póllandi árið 2015 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Noregi árið 2016 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Ungverjalandi 2016 - mark
Gylfi Þór Sigurðsson gegn Finnlandi 2016 - brenndi af

</p> 

Eiður Smári Guðjohnsen skorar í leiknum gegn Litháum sem um …
Eiður Smári Guðjohnsen skorar í leiknum gegn Litháum sem um ræðir árið 2002. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert