Góður tími til að prófa nýjungar í Kína

Dagný Brynjarsdóttir hér fyrir miðju á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í …
Dagný Brynjarsdóttir hér fyrir miðju á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Kína. Ljósmynd/KSÍ

Byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Kínverjum í fjögurra þjóða móti sem fram fer í Chongqing-héraði í Kína var opinberað í gær. Freyr Alexandersson stillir liðinu upp í leikkerfinu 3-5-2, sem er nýjung hjá íslenska liðinu og liður í að stækka vopnabúrið fyrir lokakeppni EM næsta sumar.

„Nú er algjörlega tíminn til þess að prófa nýja hluti og stækka liðið svolítið, bæði hvað varðar leikkerfi og að gefa fleiri leikmönnum tækifæri. Þetta mót er því á rosalega góðum tíma hvað það varðar,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við Morgunblaðið í gær Hún verður á miðri miðjunni í dag í liðinu sem má sjá hér að neðan.

Lið Íslands: (3-5-2). Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir. Miðja: Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dóra María Lárusdóttir. Sókn: Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert