Út að hlaupa um miðja nótt

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Bröndby voru sendir út að hlaupa seint í fyrrinótt eftir góðan útisigur á móti lærisveinum Ólafs Helga Kristjánssonar í Randers í fyrrakvöld.

Eftir þriggja og hálfs klukkutíma rútuferð frá Randers voru liðsmenn Bröndby ekki komnir heim til Kaupmannahafnar fyrr en klukkan 02.30 um nóttina og í stað þess að halda heim á leið í rúmið ákvað Alexander Zorniger, þjálfari liðsins, að senda leikmenn sína út á völl, hrista úr sér rútuferðina og fara í endurheimt. Bröndby, sem er í öðru sæti, sækir Esbjerg heim á sunnudaginn og leikur þá sinn þriðja leik á einni viku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert