Nóg að gera á næstunni

Guðni Bergsson í ræðustól á þingi KSÍ í Vestmannaeyjum.
Guðni Bergsson í ræðustól á þingi KSÍ í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég veit ekki hvað skal segja um það,“ sagði Guðni Bergsson, nýkjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands, er hann var spurður hvort sigurinn hefði verið stærri en hann hefði búist við.

„Þetta er fljótt að breytast, ef þú missir atkvæði fer það yfir á hina hliðina, en það var gott að fá þó svona afgerandi úrslit og ég er gríðarlega þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu. Þetta stóð nokkuð naumt eins og maður bjóst við,“ sagði Guðni.

Er auðvitað keppnismaður

Hann sagði nokkra spennu hafa verið fyrir kosningarnar. En hvernig var tilfinningin á kosningadaginn? „Hún var nú bara nokkuð góð. Ég fann fyrir meðbyr bæði í mínum málflutningi og hjá þeim félögum og fulltrúum sem maður ræddi við. Sjálfsagt hefur það verið eins Björns megin en ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu, en vissi auðvitað að það gat brugðið til beggja vona. Þegar úrslitin voru ljós var auðvitað ákveðinn léttir og ánægja. Maður er auðvitað keppnismaður og fór í þetta til að vinna formannsslaginn og svo tók líka við ákveðin auðmýkt og þakklætistilfinning yfir að manni skuli vera treyst fyrir þessu mikilvæga starfi og ég ætla að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnd og starfa vel með öllu því góða fólki sem er í hreyfingunni,“ sagði Guðni.

Spurður hvort hann gerði sér einhverja grein fyrir því hvað hefði riðið baggamuninn á lokasprettinum sagði Guðni: „Það er ómögulegt að segja til um það. Maður heyrði úr hinum herbúðunum að þar væru menn sigurvissir en í sjálfu sér er erfitt að segja til um ástæðuna fyrir því hvernig menn kjósa í leynilegum kosningum. Auðvitað hafði hann starfað innan efstudeildarsamtakanna og var því kannski fyrir vikið með góða stöðu þar. Mér fannst ég líka ná ágætlega til þeirra félaga og sæki bakgrunn minn í íslenskri knattspyrnu þangað, enda spilaði ég í efstu deild í sjö ár.“

Sjá allt viðtalið við Guðna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert