Víkingar höfðu betur á Akureyri

Víkingar fögnuðu sigri fyrir norðan.
Víkingar fögnuðu sigri fyrir norðan. mbl.is/Eva Björk

Víkingur Reykjavík gerði góða ferð norður til Akureyrar en liðið sigraði KA 1:0 í fyrsta leik liðanna í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmarkið á 10. mínútu og þar við sat. 

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar áttust við í sama riðli og höfðu Íslandsmeistararnir betur, 1:0. Kristján Flóki Finnbogason skoraði markið eftir rúmlega hálftíma leik eftir sendingu frá Steven Lennon.

ÍBV gerði góða ferð í Egilshöll og sigraði Fjölni 3:2 í skemmtilegum leik í riðli 2. Heimamenn náðu tveggja marka forystu eftir stundarfjórðungs leik en mörkin skoruðu Birnir Snær Ingason og Bojan Stefán Lubicic. Arnór Gauti Ragnarsson, Hafsteinn Briem og Breki Ómarsson sáu til þess að Eyjamenn tóku öll stigin með sér heim á leið.

Grindavík burstaði Leikni F. 5:0 í riðli 4. Juan Ortiz skoraði tvö markanna og þeir Gunnar Þorsteinsson, William Daniels og Brynjar Ásgeir Guðmundsson skoruðu sitt markið hver.

Þróttur R. sigraði Fram 3:2 í sama riðli. Alex Freyr Elísson og Simon Smidt skoruðu mörk Framara en þeir Brynjar Jónasson, Vilhjálmur Pálmason og Sveinbjörn Jónasson skoruðu mörk Þróttara. Finnur Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið á 34. mínútu en 10 Þróttarar höfðu engu að síður betur.

Upplýsingar um markaskorara og atvik eru af urslit.net og fotbolti.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert