Þær vita alveg hvað þær vilja

Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna marki gegn Slóveníu …
Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna marki gegn Slóveníu í haust. Þeim bauðst að fara til Kína en afþökkuðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir hefðu alveg getað ákveðið að ganga til liðs við kínverskt knattspyrnufélag í vetur. Það hefðu þáverandi félög þeirra þó reyndar þurft að samþykkja.

Og ef Dagný og Hallbera hefðu farið til Kína hefðu þær fengið hærri laun og hugsanlega betri æfingaaðstöðu en þær hafa áður kynnst. Þær hefðu alveg örugglega haldið sæti sínu sem mikilvægir leikmenn í íslenska landsliðinu, en myndu að sama skapi þá pottþétt ekki spila í eins sterkri deild og þær gætu, síðustu mánuðina fyrir Evrópumótið í Hollandi í júlí. Með þessa vitneskju í huga ákvað Dagný að vera áfram hjá deildarmeisturum Portland Thorns í Bandaríkjunum, og Hallbera að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgården.

Þetta þykir mér vera mergur málsins, í sápuóperu vikunnar í íslensku íþróttalífi. Sápu þar sem gefið hefur verið í skyn að Dagný, Hallbera og fleiri séu eins konar viljalausar leikkonur undir leikstjórn landsliðsþjálfara Íslands. Þvert á móti. Þær vita auðvitað hvað skiptir þær máli, sem að því er virðist er í stuttu máli að vera eins góðar í fótbolta og frekast er unnt, og sem betur fer fyrir okkur Íslendinga gagnast sá vilji þeirra landsliðinu.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert