Fimm mörk Eyjakvenna

Cloe Lacasse skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag.
Cloe Lacasse skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV vann FH, 5:2, í miklum markaleik í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í dag en viðureign liðanna fór fram í Reykjaneshöllinni.

Cloé Lacasse og Kristín Erna Sigurlásdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV og Sigríður Lára Garðarsdóttir gerði eitt mark úr vítaspyrnu. Rannveig Bjarnadóttir og Melkorka Katrín Pétursdóttir skoruðu fyrir FH.

ÍBV er með 6 stig eftir fjóra leiki af fimm en FH hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum og á ekki möguleika á að komast í fjögurra liða úrslitin.

Valur er með 9 stig, Breiðablik 7, ÍBV 6, Stjarnan 4 og Þór/KA 3 stig en fjögur efstu liðin fara í undanúrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert