Stór prófraun í Shkodër

Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson verða með lið Íslands við …
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson verða með lið Íslands við æfingar í Parma í þrjá daga og fara þaðan til Shkodër í Albaníu.

Fyrir nákvæmlega tveimur árum var íslenska karlalandsliðið í fótbolta nánast í sömu stöðu og það er í dag. Búið með fjóra leiki í undankeppni stórmóts, var í öðru sæti í sínum riðli og hafði beðið í fjóra mánuði eftir leik í mars, gegn neðsta liði riðilsins á útivelli.

Þá var um að ræða undankeppni EM 2016, Ísland var næst á eftir Tékkum í riðlinum eftir ósigur gegn þeim í fjórðu umferðinni í nóvember og var á leið í leik gegn Kasakstan á útivelli. Liði sem Ísland hafði aldrei áður mætt.

Núna er það undankeppni heimsmeistaramótsins 2018 sem er í gangi. Íslenska liðið er reyndar í þriðja sæti í sínum riðli að þessu sinni en er jafnmörgum stigum á eftir Króötum nú og það var á eftir Tékkum fyrir tveimur árum. Tapaði meira að segja fyrir Króötum í síðasta leik, í nóvember.

Andstæðingurinn að þessu sinni er enn nýrri af nálinni í Evrópufótboltanum en Kasakkarnir voru. Nú er það hið nýja landslið Kósóvó sem bíður í albönsku borginni Shkodër á föstudagskvöldið kemur.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert