Flottur sigur hjá stelpunum gegn Svíum

Stelpurnar í U17 ára liðinu fögnuðu góðum sigri gegn Svíum …
Stelpurnar í U17 ára liðinu fögnuðu góðum sigri gegn Svíum í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu hafði betur gegn Svíum, 1:0, í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins en riðillinn er spilaður í Portúgal.

Stefanía Ragnarsdóttir leikmaður Þróttar Reykjavíkur skoraði sigurmarkið á 8. mínútu og skömmu síðar átti hún skot í stöngina. Ísland mætir Spáni á fimmtudaginn og síðasti leikurinn verður á móti Portúgal á sunnudaginn.

Sigurliðið í riðlinum kemst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í sumar og þá kemst eitt lið með  bestan árangur í milliriðlunum sex einnig þangað.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Markmaður: Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður: Eygló Þorsteinsdóttir

Vinstri bakvörður: Daníela Dögg Guðnadóttir

Miðverðir: Guðný Árnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir (fyrirliði), Stefanía Ragnarsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir 

Hægri kantur: Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Framherji: Sveindís Jane Jónsdóttir 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert