„Gulrótin er að fá styttra undirbúningstímabil“

Atli Guðnason í færi í Krikanum.
Atli Guðnason í færi í Krikanum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hann er oft nefndur Evrópu-Atli enda hefur Atli Guðnason, sóknarmaðurinn knái í liði Íslandsmeistara FH, oft reynst Hafnarfjarðarliðinu dýrmætur í Evrópuleikjum þess í gegnum árin.

Í kvöld þurfa FH-ingar á töfrum Atla að halda þegar þeir mæta slóvenska meistaraliðinu Maribor í síðari viðureign liðanna í 3. umferð Meistaradeildarinnar þar sem í húfi er í það minnsta farseðill í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og mörg hundruð milljónir króna. Maribor mætir í Krikann í kvöld með eins marks forskot eftir 1:0 sigur í Slóveníu fyrir viku síðan.

,,Maribor er frábært lið. Við fengum ekki eitt einasta færi í fyrri leiknum en við vörðumst vel og það er erfitt að skora á móti okkur þegar við nennum að verjast. Við höfum sjaldan fengið skell í Evrópuleikjum og með góðum varnarleik þá eigum við möguleika þótt þeir séu kannski ekkert ýkja miklir. Við þurfum að nýta föstu leikatriðin okkar vel og við þurfum að vera mjög skynsamir í leik okkar.

Við vorum í sömu stöðu fyrir fjórum árum. Þá töpuðum við fyrri leiknum á útivelli gegn Austria Vín, 1:0, en markalaust jafntefli varð í seinni leiknum. Eftir á að hyggja þá hefðum við átt að taka meiri áhættu í þeim leik. Núna erum við reynslunni ríkari,“ sagði Atli Guðnason við Morgunblaðið en Atli leikur í kvöld sinn 41. Evrópuleik fyrir FH en hann og er leikjahæstur allra leikmanna fyrir íslensk lið í Evrópukeppni frá upphafi.

Atli var einn fárra leikmanna FH í dag sem gerðu atlögu að því að komast fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrir fjórum árum en það tókst ekki.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert