Vel upp settur og spilaður leikur

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst við alveg getað farið frá þessum leik með þrjú stig, en jafntefli var líklega heilt yfir sanngjörn niðurstaða. Mér fannst þetta flottur fótboltaleik, það var vel tekist á og inn á milli voru flottir spilkaflar hjá báðum liðum. Valur er með gott lið og við náðum að halda þeim í skefjum sem er vel af sér vikið,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Val í kvöld.

„Það var augljóst að báðir þjálfarar höfðu legið yfir leikskipulagi hvors annars og skipulagið hélt hjá báðum liðum. Það var lítið sem skildi liðin að og fá færi sem litu dagsins þrátt fyrir fína spilkafla. Mig langar að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir góðan leik, bæði taktískt séð og spilalega séð,“ sagði Willum Þór um þróun leiksins.

„Við hefðum viljað fá vítaspyrnu þegar leikmaður Vals handlék boltann, en það var ekki dæmt og þar fórum við á mis við upplagt tækifæri til þess að hirða stigin þrjú. Nú einbeitum við okkur bara að næsta leik og freistum þess að halda áfram að hala inn stigum og koma okkur í sæti sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni,“ sagði Willum Þór um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert