Doði og þungt yfir

Garðar Gunnlaugsson fyrirliði ÍA.
Garðar Gunnlaugsson fyrirliði ÍA. mbl.is/Golli

„Það er þungt yfir okkur núna og sex leikir eftir en við höldum áfram á meðan tölfræðilega er möguleiki,“ sagði Garðar Gunnlaugsson, fyrirliði Skagamanna, eftir 1:0 tap fyrir ÍBV á Skipaskaga í dag og þeir sitja fyrir vikið aleinir á botni deildarinnar.

„Það var einhver doði yfir þessu hjá okkur og það var ekki fyrr en í lokin að við fórum að setja almennilega pressu á Eyjamenn og hefðum jafnvel mátt gera það fyrr, setja þá þessa löngu sendingar inn á þá og þó að það sé ekki fallegt þá skilar það sínu.   Þetta er ekki búið og við höldum áfram þar til yfir lýkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert