„Hollt og gott að láta sig dreyma“

Freyr Alexandersson skellihlær í samtali við mbl.is.
Freyr Alexandersson skellihlær í samtali við mbl.is. Ljósmynd/Reimund Sand

„Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé bara hollt og gott að láta sig dreyma,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari þegar mbl.is spurði hann hvort of snemmt væri að láta sig dreyma um að kvennalandsliðið komist í lokakeppni HM 2019 eftir magnaðan 3:2 sigur í undankeppni HM í Þýskalandi. 

„Ég held að það sé bara gott að eiga drauma og sjá fyrir sér geggjuð markmið ganga eftir. En við erum algerlega niðri á jörðinni. Þýskaland er ennþá sigurstranglegasta lið riðilsins með besta liðið og mestu reynsluna. Við verðum bara að halda áfram að safna stigum en mér finnst allt í lagi að láta sig dreyma og það hef ég gert frá því í ég byrjaði í þessu starfi,“ sagði Freyr og segist ætla að byrja undirbúninginn fyrir Tékkaleikinn í kvöld. 

„Ég ætla að leyfa þeim að njóta fram yfir kvöldmat. Svo verð ég ógeðslega leiðinlegur í kvöld og enn leiðinlegri á morgun. Við setjum alla einbeitingu á leikinn gegn Tékkum enda ekkert annað í boði,“ sagði Freyr við mbl.is í Wiesbaden. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert