Hrannar framlengir við KA-menn

Hrannar Björn Steingrímsson í leik með KA.
Hrannar Björn Steingrímsson í leik með KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Hrannar Björn Steingrímsson hefur framlengt samning sinn við KA til næstu tveggja ára, en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Hrannar kom fyrst til KA fyrir tímabilið 2014 og hefur síðan verið í stóru hlutverki, mest sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið 90 leiki í deild og bikar fyrir félagið og skorað eitt mark, gegn Fjölni í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Hrannar er bróðir Hallgríms Marar Steingrímssonar sem einnig leikur með KA, en í tilkynningu frá félaginu er lýst yfir mikilli ánægju að halda honum í gulu treyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert