Neitun frá Vålerenga 1. mars

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska knattspyrnufélagið Vålerenga tilkynnti Knattspyrnusambandi Íslands hinn 1. mars að ekki væri hægt að velja Viðar Örn Kjartansson að óbreyttu í íslenska landsliðið fyrir leikina þrjá í lok mars.

RÚV greinir frá þessu og vísar í að vera með undir höndum skjáskot af tölvupósti frá Jörgen Ingebrigtsen sem hann hafi sent KSÍ 1. mars.

Þar segi efnislega að KSÍ geti ekki valið Viðar í landsliðshóp sinn að óbreyttu, þar sem það myndi þýða sjö daga sóttkví þegar hann sneri aftur til Noregs. Jafnframt komi þó fram að ef eitthvað breytist sé möguleiki á að endurskoða það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert