Arnar rétti fram sáttahönd

Arnar Þór Viðarsson og Albert Guðmundsson.
Arnar Þór Viðarsson og Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðars­son, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knatt­spyrnu, hefur rétt fram sáttarhönd í deilum við Albert Guð­munds­son, leik­mann ítalska B-deildar liðsins Genoa.

Fréttablaðið greinir frá því að Arnar Þór hafi tekið upp símtólið og hringt í Albert með það fyrir augum að höggva á hnútinn á deilur þeirra í millum.

Albert hefur ekki verið valinn í leikmannahópinn í undanförnum verkefnum A-landsliðsins.

Hefur Arnar Þór látið hafa það eftir sér að ástæðan fyrir því að Albert hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn upp á síðkastið hafi verið slæmt hugar­far í verk­efnum á undan og því væri honum ekki stætt á að velja Albert í hópinn.

Arnar Þór mun tilkynna landsliðshópinn fyrir leiki gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 á morgun og er nú ekki loku fyrir það skotið að Albert, sem hefur leikið afar vel fyrir Genoa á tímabilinu, verði hluti af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert