Davíð Smári um fortíðina: Var ungur og vitlaus

Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude. mbl.is/óttar Geirsson

Knattspyrnuþjálfarinn Davíð Smári Lamude og lærisveinar hans í Vestra tryggðu sér sæti í Bestu deild karla á dögunum með 1:0-sigri gegn Aftureldingu í úrslitum umspils á Laugardalsvelli á laugardaginn var.

Davíð Smári, sem er fæddur árið 1984, tók við þjálfun Vestra síðasta haust og kom liðinu upp um deild í fyrstu tilraun.

Fortíð Davíðs Smára hefur verið í umræðunni allt frá því hann var að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari Kórdrengja fyrir sex árum síðan en hann hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina.

Árangurinn talar sínu máli

„Ef ég á að vera mjög ein­lægur að svara þessu þá er það bara það sem gefur mér elds­neyti til þess að halda á­fram. Að það séu ein­hverjar efa­semdar­raddir,“ sagði Davíð Smári í samtali við Stöð 2 Sport.

Árangur minn sem þjálfari talar sínu máli. Öll þau verk­efni sem ég tek að mér geri ég vel. Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem ég skila af mér. Það truflar mig alls ekki að það séu ein­hverjir sem eru ekki vissir með mig og mína for­tíð.

Ég var ungur og vit­laus, það er enginn að reyna fela það. Ég er bara sá sem ég er í dag og er stoltur af því. For­tíðin er að baki fyrir mér,“ sagði Davíð Smári meðal annars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert