Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands

Alexandra Jóhannsdóttir og Diljá Ýr Zomers koma báðar inn í …
Alexandra Jóhannsdóttir og Diljá Ýr Zomers koma báðar inn í byrjunarliðið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Danmörku í lokaumferð riðils 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA í kvöld.

Þorsteinn gerir alls fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2:1-sigrinum á Wales á föstudagskvöld.

Fanney Inga Birkisdóttir byrjar í markinu í sínum fyrsta A-landsleik auk þess sem Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Diljá Ýr Zomers og Agla María Albertsdóttir koma inn í byrjunarliðið.

Telma Ívarsdóttir, sem hefur staðið í markinu í undanförnum leikjum, tekur út leikbann en þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Hildur Antonsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Sandra María Jessen tylla sér á varamannabekkinn.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3):

Mark: Fanney Inga Birkisdóttir.

Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (fyrirliði), Guðrún Arnardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir.

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sókn: Agla María Albertsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Diljá Ýr Zomers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert