Var ekki að kaupa þetta hjá Blikunum

Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tímabilið 2022, áður en úrslitakeppnin byrjaði, vorum við fimm eða sex stigum á eftir Blikunum áður en keppni í efri hlutanum byrjaði,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælasti þjálfari landsins undanfarin ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Mæta til leiks eins og særð ljón

Breiðablik varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum tímabilið 2022 en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Við fórum í tvö frábær einvígi við Lech Poznan og Malmö og við vorum komnir áfram í úrslit bikarkeppninnar,“ sagði Arnar.

„Það var tómt tjón á okkur meiðslalega séð líka þannig að það er hægt að ná árangri hérna heima og í Evrópu að mínu mati. Ég var ekki að kaupa það hjá Blikunum að það væri erfitt.

Það er erfitt að verja titil, það þekkja það allir, og öll lið mættu dýrvitlaus til leiks á móti Blikunum. Þeir náðu einfaldlega ekki að svara því í deildinni.

Þeir komast í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni og fara í undanúrslit í bikarnum en heilt yfir var tímabilið hjá þeim vonbrigði og ég held að þær mæti til leiks í ár eins og særð ljón.

Til þess að svara spurningunni samt þá tel ég það mjög gerlegt að keppa á öllum vígstöðvum heima fyrir, og fara langt í Evrópukeppni,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert