Blikar fengu 3 stig en Fylkir ekki neitt fyrir sinn snúð

Arnór Gauti Jónsson og Orri Hrafn Kjartansson í baráttunni í …
Arnór Gauti Jónsson og Orri Hrafn Kjartansson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Blikar voru á hælunum gegn Fylki í Árbænum í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta en skoruðu þó mark úr eina færi sínu fyrir hlé. 

Eitthvað fóru þeir að braggast  eftir hlé og skoruðu aftur, sem var nóg til að vinna 3:0 og þar með vippa sér uppí 2. sæti deildarinnar með 12 stig eins og FH en betri markatölu.

Fylkismenn sitja eftir á botni deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.

Framan af var ekki mikið um færi eða skot, nokkur samt en það var lítil hætta á ferð, frekar að Árbæingar gerðu sig líklega til að skora á meðan sóknarleikur Blika var .

Á 25. mínútu kom svo fyrsta færi Fylkis þegar Þórður Gunnar Hafþórsson nýtti sér mistök í vörn Blika, rauk upp völlinn með varnarmenn á hælunum og rétt kominn inn í vítateig hægra megin skaut hann en Anton Ari Einarsson fleygði sér til vinstri og varði.

Á 33. mínútur var Þórður Gunnar aftur á ferðinni þegar búið var að hrekja vörn Breiðabliks aftarlega og við markteigshornið lét hann vaða en nú varði Anton Ari í marki Blika í horn.

Á 41. mínútu sluppu Blikar enn fyrir horn þegar hörkuskot Orra Hrafns Kjartanssonar small í stönginni eftir þrumuskot af vítateigslínu.

Í raun fékk Breiðablik bara eitt “næstum því” færi í fyrri hálfleik þegar Ísak Snær Þorvaldsson var of seinn til að skutla sér fram á markteigslínu Fylkis til að koma góðri þversendingu Jason Daða Svanþórssonar í markið.

Svo gegn gangi leiksins á síðustu mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik skoraði svo Breiðablik úr sínu fyrsta færi þegar Aron Bjarnason elti uppi langa sending frá Damir Muminovic, komst einn upp að Ólafi Kristófer markverði Fylkis og náði að skjóta undir hann.  Mark úr eina færinu og staðan 0:1 í hálfleik.

Fyrsta færi síðari hálfleiks kom á 51. mínútu þegar Birkir vann boltann við miðjan völl, rakti upp að vítateigsboganum en skotið fór rétt yfir.

Sóknir Blika fóru að þyngjast og enda aðeins yfirvegaðri og á 56. mínútu átti Jason Daði frábæra þversendingu frá hægri, boltinn slapp í gegnum markteig Fylkis þar sem Daniel Obbekjær skoraði af stuttu færi, staðan 0:2.

Breiðablik innsiglaði svo sigurinn á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar Jason Daði komst einn upp hægri kantinn, gaf síðan hnitmiðað yfir til vinstri þar sem Benjamin ýtti boltanum yfir línuma.  Staðan 0:3.

Í næstu umferð fara Árbæingar norður til að mæta KA en Breiðablik færi Stjörnuna í heimsókn.  Í millitíðinni spilar Fylkir sinn bikarleik.

Fylkir 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. 4 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert